top of page
EFLA Norge office.jpg

EFLA um allan heim

NOREGUR


EFLA AS í Noregi hefur einkum veitt sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að dreifingu raforku en hefur um leið þróað þjónustu við aðrar greinar verkfræði. Þannig hefur EFLA komið að fjölmörgum samgöngutengdum verkefnum eins og hönnun og viðgerðum brúarmannvirkja, vegahönnun, jarðgöngum, jarðtækni, vatns- og fráveitumálum.


EFLA á sér langa sögu við verkfræðiráðgjöf á norska orkumarkaðinum og í iðnaði þar sem fyrirtækið hefur unnið við gerð ýmiss konar stjórnkerfa. Alls starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu.

Umhverfismarkmið EFLU AS í Noregi.

SVÍÞJÓÐ


EFLA AB í Svíþjóð veitir sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að flutningi og dreifingu raforku. 


EFLA hefur unnið frá Íslandi að verkefnum við orkuflutningskerfið í Svíþjóð og með stofnun EFLU AB vorið 2014 leggur EFLA enn frekari áherslu á þjónustu við sænska markaðinn til framtíðar. Alls starfa tveir hjá fyrirtækinu.

SKOTLAND


KSLD er lýsingarhönnunarstofa sem var stofnuð í Edinborg, Skotlandi árið 1989 af Kevan Shaw lýsingarhönnuði. Stofan hefur byggt upp gott orðspor fyrir framúrskarandi lýsingarhönnun í næstum þrjá áratugi. Meðal verkefna stofunnar er lýsingarhönnun í söfnum, galleríum, hótelum, veitingastöðum, verslunum og sögulegum byggingum.


EFLA og KSLD hafa átt samstarf um langt skeið og í nóvember 2018 varð KSLD dótturfyrirtæki EFLU og verður hluti af lýsingarsviði EFLU. Með sameiningunni styrkist lýsingarhönnunarteymi EFLU enn frekar sem veitir fjölbreyttar lausnir á alþjóðavettvangi. Lögð er áhersla á lýsingarhönnun sem dregur fram formáherslur mannvirkja, gæðir þau lífi og bætir sjónræna upplifun notenda. 


Lýsingarsvið EFLU og KSLD verða með starfsstöðvar í Reykjavík, Edinborg og í Osló. Alls starfa fimm manns hjá fyrirtækinu.


PÓLLAND


ISPOL - PROJEKT er rótgróið ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði og er staðsett í Lods í Póllandi. Það sérhæfir sig í alhliða undirbúningi og hönnun flutningslína og tengivirkja. Þar með eru taldar loftlínur, jarðstrengir og ljósleiðarar ásamt háspennubúnaði.


Meðal helstu viðskiptavina Ispol Projekt eru PSE, opinbert fyrirtæki sem á og rekur pólska raforkuflutningskerfið, rafdreifiveitur í Póllandi og verktakar á þessu sviði. 
EFLA hefur í yfir áratug átt í góðu samstarfi við Ispol og hefur frá 2019 átt félagið að fullu. Hjá Ispol starfa um 30 manns og eru höfuðstöðvar starfseminnar í Lodz í Póllandi.


 

Kort_Wix2_edited.jpg
bottom of page