top of page

EFLA um allt land

Starfsstöðvar EFLU á Íslandi eru alls sex talsins. Höfuðstöðvarnar eru á Lynghálsi 4 í Reykjavík en auk þess eru starfsstöðvar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Um 22% starfsfólks EFLU starfar á landsbyggðinni. 

EFLA um allan heim

EFLA rekur dótturfélög í fjórum löndum í Evrópu. Þau eru í Noregi, Svíþjóð, Skotlandi og Póllandi. Alls starfa um 80 manns hjá þessu félögum auk þess sem starfsfólk EFLU á Íslandi starfar náið með starfsfólki dótturfélaganna.

AU6B9731_unnin.jpg

Samfélagsuppgjör (EGS)

EFLA birtir í fyrsta sinn í samfélagsskýrslu sinni samfélagsuppgjör út frá UFS leiðbeiningum frá Nasdaq, Viðskiptaráði Íslands og fleirum. UFS stendur fyrir Umhverfi (e. Environment) – Félagslegir þættir (e. Social) – Stjórnarhættir (e. Government). 

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um til að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Markmiðunum er ætlað að vera leiðarvísir fyrir samfélög og fyrirtæki um hvar áherslurnar ættu að liggja þegar litið er til velmegunar og mannréttinda.

Untitled-3.png

Störf óháð staðsetningu

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land. Við leitumst við að bjóða upp á störf án staðsetningar svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð, unnið í spennandi verkefnum án landamæra og tilheyrt öflugum teymum. 

bottom of page