top of page
2020_samfelag10_KG_edited.jpg

Starfsstöðvar

EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land. Við leitumst við að bjóða upp á störf án staðsetningar svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð, unnið í spennandi verkefnum án landamæra og tilheyrt öflugum teymum. 

Verkefnin okkar

EFLA hefur verið brautryðjandi í að kynna og innleiða nýsköpun þar sem vistvæn nálgun er höfð að leiðarljósi. Í allri ráðgjöf og verkefnum leitast starfsfólk EFLU ávallt við að benda viðskiptavinum og samstarfsaðilum á umhverfisvæna valkosti þegar það er tæknilega og fjárhagslega mögulegt. 

gestastofa_thingvellir_breeam.jpg
DJI_0382_final.jpg

Sviðin okkar

Markaðssvið fyrirtækisins eru nú fjögur: byggingar, iðnaður, orka og samfélag. Stoðsvið EFLU eru þrjú: mannauður, rekstur og markaðsþróun. 

Traustur rekstur

Traustur rekstur er lykilatriði í starfseminni og samkvæmt ársreikningi EFLU   2021 námu rekstrartekjur fyrirtækisins, ásamt dótturfélögum, tæplega 7,2 milljörðum króna og þar af voru tekjur erlendra verkefna um 17% af veltu.
EFLA er hlutafélag og er starfsfólk, allt starfandi í félaginu, eigendur þess.
EFLA hefur, eins og aðeins um 60 önnur fyrirtæki, hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki hvað varðar rekstur og fjárhagslega stöðu frá upphafi þeirrar viðurkenningar, árið 2010.

bottom of page