Verkefnin okkar
EFLA hefur verið brautryðjandi í að kynna og innleiða nýsköpun þar sem vistvæn nálgun er höfð að leiðarljósi. Í allri ráðgjöf og verkefnum leitast starfsfólk EFLU ávallt við að benda viðskiptavinum og samstarfsaðilum á umhverfisvæna valkosti þegar það er tæknilega og fjárhagslega mögulegt.


Traustur rekstur
Traustur rekstur er lykilatriði í starfseminni og samkvæmt ársreikningi EFLU 2021 námu rekstrartekjur fyrirtækisins, ásamt dótturfélögum, tæplega 7,2 milljörðum króna og þar af voru tekjur erlendra verkefna um 17% af veltu.
EFLA er hlutafélag og er starfsfólk, allt starfandi í félaginu, eigendur þess.
EFLA hefur, eins og aðeins um 60 önnur fyrirtæki, hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki hvað varðar rekstur og fjárhagslega stöðu frá upphafi þeirrar viðurkenningar, árið 2010.