top of page
gestastofa_thingvellir_breeam.jpg

Verkefnin okkar

EFLA hefur verið brautryðjandi í að kynna og innleiða nýsköpun þar sem vistvæn nálgun er höfð að leiðarljósi. Í allri ráðgjöf og verkefnum leitast starfsfólk EFLU ávallt við að benda viðskiptavinum og samstarfsaðilum á umhverfisvæna valkosti þegar það er tæknilega og fjárhagslega mögulegt. Eftirfarandi eru nokkur verkefni frá síðasta ári sem tengjast samfélagslegri ábyrgð og áherslum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

Gestastofa Þingvalla
Hakið, gestastofa þjóðgarðsins á Þingvöllum, hlaut fullnaðarvottun alþjóðlega umhverfisvottunarkerfisins BREEAM. Hlutverk EFLU var að sjá um verkefnisstjórnun BREEAM vottunar byggingarinnar, ráðgjöf og matsmannshlutverk. Vottunarstofan lauk miklu lofsorði á skil á gögnum og skýrslugerð EFLU í verkefninu. Þá vinnur starfsfólk EFLU að nokkrum vottunum til viðbótar.

Reiknivél fyrir loftslagsáhrif áburðartegunda
EFLA smíðaði reiknivélar fyrir kolefnisspor áburðartegunda í samstarfi við Landgræðsluna. Markmið verkefnisins var að öðlast skilning á loftslagsáhrifum áburðarnotkunar og auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að móta stefnu í notkun áburðar.

Landtenging Síldarvinnslunnar á Norðfirði
Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar á Norðfirði voru tengd landtengingu og þar með var fyrsta skrefið stigið í átt að umhverfisvænum orkugjafa. EFLA hefur átt í farsælu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækið í þessu verkefni.

Róbótakerfi fyrir MS á Selfossi
EFLA lauk við hönnun, smíði og uppsetningu á endurbættu róbótakerfi fyrir MS á Selfossi. Hlutverk róbótans er m.a. að sækja og stafla kössum á vörubretti. Hann nýtir tölvusjón til að fylgjast með eigin vinnu og annast fyrir vikið verkefnið af þeirri nákvæmni sem þörf krefur.

Liðsinnisróbótar í Akraborg
EFLA, í samstarfi við PERUZA, hefur unnið að hönnun og virkni á liðsinnisróbótum (e. cobot) í framleiðslufyrirtækinu Akraborg. Róbótarnir koma til með að tvöfalda afkastagetu pökkunarlínunnar og létta á líkamlegu álagi á starfsfólk.

Ný viðbygging á Keflavíkurflugvelli
Framkvæmdir hófust vegna byggingar á 20.000 fermetra viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. EFLA tekur þátt í hönnunarstjórn og sinnir margvíslegri verkfræðiráðgjöf vegna viðbyggingarinnar.

Verkfræðihönnun salernishúsa við Dettifoss
Ný salernishús voru  tekin í notkun við Dettifoss í Vatnajökulsþjóðgarði. EFLA sá um verkfræðihönnun og útfærslu salernislausna en á svæðinu er hvorki vatn né rafmagn og þarfnaðist verkefnið því töluverðrar útsjónarsemi.

Orkuskipti í Sundahöfn
Rafvæðing hafna er á fullu stími og nú styttist í að flutningsskip Eimskips verði landtengd við rafmagn. EFLA hefur unnið þétt við hlið Eimskips til að verkefnið verði að veruleika.

Nýr vatnstankur í Mosfellsbæ
Framkvæmdum lauk við byggingu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum í Mosfellsbæ. EFLA kom að öllum áföngum verkefnisins og sá m.a. um forathugun, verkhönnun og landmótun.

Deilibílar í þremur sveitarfélögum
Hafnarfjarðarbær, Akureyrarbær og Garðabær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um deilibíla sem leitt er af EFLU í samstarfi við Zipcar deilibílaleigu. Mun EFLA, á meðan á tilraunaverkefni stendur, standa að rannsóknum á ferðavenjum og viðhorfi ásamt rýni viðeigandi gagna.

Vistvæn orka í fóðurprömmum
EFLA hefur þróað lausn varðandi rafmagnstengingu fóðurpramma í fiskeldi með streng úr landi og hefur unnið að verkefnum í tengslum við orkuskipti og landtengingu skipa við rafmagn og rafvæðingu hafna. Laxar, fiskeldisfyrirtæki á Reyðarfirði, hefur unnið með EFLU að lausninni sem lofar góðu enda er raftenging vistvænni kostur heldur en olía.

Skýrsla um loftslagsávinning endurnýtingar steinsteypu
EFLA vann að rannsóknarskýrslu fyrir Vegagerðina um ávinning af endurnýtingu steypuúrgangs sem fyllingarefni í vegbyggingu. Greiningin leiddi bersýnilega í ljós að sá kostur sem felur í sér minnstan flutning á efni, hvort heldur sem er nýtt efni úr námu eða steypuúrgang frá niðurrifsstað, er umhverfisvænni kostur m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda.

Athugun á þoli jarðstrengja gegn hita og áhlaupi frá hraunflæði
EFLA, ásamt hópi samstarfsaðila, starfaði í mynni Nátthaga við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Þar fór fram tilraun á því hvað gerist þegar hraun rennur yfir jarðstrengi og aðrar lagnir, t.d. ljósleiðara, rafmagnslagnir og vatnslagnir. Markmið tilraunarinnar er að kanna hvort jarðstrengirnir þoli hitann og áhlaup frá hraunflæðinu ásamt því að draga af því lærdóm sem getur nýst við sambærilegar aðstæður.

Deilihönnun á möstrum í Noregi og Svíþjóð
Framúrstefnulegri þróun á mastratýpum fyrir Statnett í Noregi. Ítarleg greining fór fram á frumstigum verks við það að hanna möstur sem taka lítið pláss, hafa sem minnst áhrif á nærumhverfi sitt og tryggir nægt framboð rafmagns á þéttbyggðu svæði í Osló.  Einnig deilihönnun á snjóflóðamöstrum, þ.e. nýjum 132 kV og 420 kV mastratýpum sem geta staðið á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið fyrir Statnett, Noregi. Þá var unnin deilihönnun á nýrri mastrafjölskyldu fyrir 220 kV línur fyrir Svenska kraftnät í Svíþjóð.

 

13.png
3-1.png
12.png
7-1.png
13.png
12.png
13.png
9-1.png
7-1.png
9-1.png
9-1.png
12.png
9-1.png
13.png
9-1.png
7-1.png
11-1.png
6-1.png
13.png
7-1.png
12.png
9-1.png
7-1.png
13.png
9-1.png
13.png
12.png
9-1.png
9-1.png
bottom of page