top of page
Sequence 12.00_38_19_31.Still013.jpg

Sviðin okkar

Markaðssvið fyrirtækisins eru nú fjögur: byggingar, iðnaður, orka og samfélag. Stoðsvið EFLU eru þrjú: mannauður, rekstur og markaðsþróun.

BYGGINGAR 

EFLA hefur verið í fararbroddi við hönnun mannvirkja. Það á bæði við í nýbyggingum og endurgerð bygginga. Vistvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi og rík áhersla lögð á nýsköpun og þróun. Sérstaða EFLU felst í mikilli breidd, alhliða þekkingu og hæfni til að koma fram með óhefðbundnar lausnir í krefjandi verkefnum, t.d. við undirbúning, áætlunargerð, hönnun, eftirlit og verkefnastjórnun.

 

Vellíðan og heilsa notenda í byggingum er ætíð í forgrunni og tekur hönnunin mið af vönduðu efnisvali, loftgæðum, hljóðvist, orkunýtni og lýsingu. Ávallt er miðað að því að lágmarka umhverfisáhrif bygginga yfir líftíma þeirra til þess að minnka kolefnisfótspor og stuðla að sjálfbærni.

 

IÐNAÐUR 

Sérfræðingar EFLU hafa alþjóðlega reynslu í verkefnum og ráðgjöf í iðnaði og framleiðslu, þar með talið í stjórnkerfum, vinnsluferlum, stýringum og sjálfvirkni. Við blasir áframhaldandi hröð þróun tengd tækni og stafrænni umbreytingu þar sem EFLA styður viðskiptavini í þeirri vegferð. 

EFLA veitir fjölbreytta ráðgjöf í iðnaði til að auka skilvirkni, framleiðni, öryggi, upplýsingagjöf og gæði í vinnsluferlum og þjónustu. Einnig er til staðar yfirgripsmikil þekking á vinnsluferlum og sjálfvirknivæðingu í iðnaði og stjórnkerfum. Unnið er markvisst að þróun snjallra lausna og heildarlausna þar sem gervigreind, róbótatækni og myndgreining gegnir mikilvægu hlutverki.

 

ORKA 

EFLA veitir heildstæða ráðgjöf við undirbúning, rannsóknir og virkjun endurnýjanlegrar orku ásamt flutnings- og dreifikerfi raforkunnar. EFLA hefur mikla alþjóðlega reynslu í hönnun orkuflutningskerfa. Jafnframt býr EFLA yfir sterkri faglegri sérhæfingu í orkumálum og hefur áratuga reynslu í hagrænum greiningum og ráðgjöf á sviði orkumála og raforkukerfisins í heild.

Aðgangur að sjálfbærri orku og orkuskipti verða grundvallaratriði í framförum og hagsæld í framtíðinni og lykilþáttur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. EFLA er leiðandi þátttakandi í þróun lausna og ráðgjafar á þessu sviði.

SAMFÉLAG 

EFLA hefur það að markmiði að vera lykilþátttakandi í að bæta samfélagið í þeim tilgangi að auka lífsgæði, þróa mikilvæga innviði og styrkja atvinnulífið. Undirstöðuatriði framsækinna lausna byggja á sjálfbærni og opnar stafræn þróun ný tækifæri á öllum sviðum samfélagsins.

EFLA er leiðandi í sjálfbærum lausnum fyrir viðskiptavini til að bæta samfélagið með umhverfisleg, samfélagsleg og hagræn sjónarmið að leiðarljósi. Þjónustan spannar fjölbreytt svið, t.d. stefnumótun í samfélagslegum viðfangsefnum, greiningar, skipulagsgerð, landslagsarkitektúr, umhverfismál, vatns- hitaveitur og fráveitur, vistvænar samgöngur og samgöngumannvirki, hamfaravarnir og öryggi samfélagsins.

bottom of page