Starfsm.fundur-3.jpg

Rafrænir viðburðir og
samfélagsleg umræða

EFLA leggur áherslu á að vera þátttakandi samfélagsumræðunni um margvísleg og krefjandi viðfangsefni. Fyrirtækið hefur staðið að fjölbreyttum viðburðum, EFLU-þingum, sem hafa það að markmiði að fræða og skapa umræðugrundvöll. Sökum samkomutakmarkana í ár féllu niður hefðbundin EFLU-þing en í staðinn tók starfsfólk fyrirtækisins þátt í margvíslegum rafrænum viðburðum í samstarfi við aðra.

 

FRÆÐSLA UM HLJÓÐVIST

EFLA hélt erindi um hljóðvist og hljóðgæði í Tækniskólanum í janúar 2020. Áhugasamir nemendur og starfsmenn hlýddu á hljóðverkfræðing af byggingasviði EFLU fjalla um áskoranir og mikilvægi hljóðvistar í mannvirkjum.

FRAMADAGAR

EFLA tók þátt í Framadögum sem fara fram árlega í Háskóla Reykjavíkur. Markmið með þátttöku var að kynnast framtíðarstarfsfólki og segja þeim frá fjölbreyttri starfsemi fyrirtækisins. 

GRÆNT FRUMKVÆÐI FYRIRTÆKJA

Fulltrúi EFLU sagði frá verkefnum tengdum umhverfisvænum lausnum og kolefnisspori á fundi Félags atvinnurekenda í febrúar 2020. Fimm fyrirtæki sögðu frá hvernig þau hafa sýnt ábyrgð í umhverfislausnum. 

 

HRINGRÁSARHAGKERFIÐ

Vinnustofa um hringrásarhagkerfið var haldin í febrúar 2020 af Grænvangi og Ungum umhverfissinnum. Markmiðið var að hvetja til hringrásarhugsunar í íslensku samfélagi og veita skýrar og aðgengilegar upplýsingar um vörur. Fulltrúi EFLU í málaflokknum hélt erindi um hringrásarhagkerfið.

 

 

STEINSTEYPUDAGURINN

Árlegur Steinsteypudagur var haldinn í febrúar 2020 og tók EFLA virkan þátt í deginum. Umhverfisverkfræðingur EFLU hélt erindi um vistferilsgreiningar og stóðu sérfræðingar okkar vaktina á kynningarbás.

MÁLÞING UM ORKUSKIPTI Á AUSTURLANDI

EFLA tók þátt í málþingi um orkuskipti á Austurlandi þar sem fjallað var um vistvænar lausnir í haftengdri starfsemi. Fulltrúi fyrirtækisins sagði frá framvindu verkefnis á Seyðisfirði sem miðar að landtengingu Norrænu en slík lausn myndi hafa jákvæð umhverfisáhrif og gæti dregið umtalsvert úr losun CO2

FRAMTÍÐARFRÆÐI OG LOFTSLAGSMÁL

Aukin eftirspurn eftir grænum valkostum og framtíðarþróun hringrásarhagkerfis var meðal umfjöllunarefna forsvarsmanna EFLU, á rafrænum fundi faghóps Stjórnvísi um framtíðarfræði og loftslagsmál.

 

GRÆN UPPBYGGING

Norræna ráðherranefndin hélt ráðstefnu um græna uppbyggingu í kjölfar Covid-19. Fulltrúi EFLU tók þátt í pallborðsumræðum um græn umskipti og breytingar í samkeppnisumhverfi fyrirtækja.