top of page
eflu-thing-13-.jpg

Viðburðir og
samfélagsleg umræða

EFLA leggur áherslu á að vera þátttakandi samfélagsumræðunni um margvísleg og krefjandi viðfangsefni. Fyrirtækið hefur staðið að fjölbreyttum viðburðum, EFLU-þingum, sem hafa það að markmiði að fræða og skapa umræðugrundvöll. Meðfylgjandi eru upplýsingar um nokkrar viðburð þar sem starfsfólk EFLU var þátttakandi.

 

EFLU-ÞING – HRINGRÁSARHAGKERFIР


EFLA leggur áherslu á að taka þátt í umræðunni um margvísleg og krefjandi viðfangsefni samfélaga. Fyrirtækið hefur staðið að fjölbreyttum viðburðum, EFLU-þingum, sem hafa það að markmiði að fræða og skapa grundvöll um málefni líðandi stundar. Í október var haldið EFLU-þing sem bar heitið Hringrásarkerfið, miðlum reynslunni til árangurs. Umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði þingið og einkenndist dagskráin af fjölbreyttum og áhugaverðum erindum. Þar á meðal, var erindi frá erlendum sérfræðingum um mikilvægi innleiðingu hringrásarhagkerfis í rekstri fyrirtækja og tækifærin sem í því felast. EFLA tók einnig þátt í pallborðsumræðum.

 

STEINSTEYPUDAGURINN
 

Fulltrúar EFLU með kynningarbás, fluttu erindi um steypt burðarvirki í Landsbankanum og birtu grein í Sigmáli, tímariti Steinsteypufélagsins, í tengslum við árlega Steinsteypudaginn. Steinsteypufélagið hefur veg og vanda að ráðstefnunni en markmið þess er m.a. að stuðla að hagnýtri og fræðilegri þróun á sviði steinsteypu og steinsteyputækni á Ísland.

 

ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA UM JARÐVARMA (WORLD GEOTHERMAL CONGRESS)


EFLA tók þátt í World Geothermal Congress, WGC, sem var haldin á Íslandi og í netheimum. World Geothermal Congress er stærsta jarðvarmasýning heims og fer fram á fimm ára fresti víðs vegar um heiminn. Fulltrúar fyrirtækisins fluttu tvö erindi á viðburðinum.
Annað verkefnið, flutt af Alexöndru Kjeld, fjallaði um vistferilsgreiningu á Þeistareykjavirkjun, nýjustu jarðvarmavirkjun landsins, en greiningin leggur mat á umhverfisáhrif stöðvarinnar á líftímanum og var unnin fyrir Landsvirkjun. Hitt erindið, sem Heimir Hjartarson hjá EFLU flutti, fjallaði um þær aðferðir sem stjórnvöld hafa notað til að stuðla að þeim viðamiklu breytingum sem hafa átt sér stað hérlendis varðandi húshitun og hagrænan ávinning þess að skipta yfir í vistvæna orku.

 

FRÆÐSLUVIKA UM UMHVERFISMÁL


Árleg umhverfisvika starfsfólks EFLU fór fram 26. til 30. apríl við góðar undirtektir. Markmið umhverfisviku er að stuðla að aukinni vitund, þekkingu og hæfni starfsfólks um málaflokk umhverfismála í breiðum skilningi. Umhverfismál eru mikilvægur hluti af daglegu störfum okkar en mesti áhrifamáttur EFLU er fólginn í þeirri ráðgjöf sem sinnt er daglega til tugi fyrirtækja.


Í umhverfisvikunni fóru fram áhugaverð hádegiserindi, í beinu streymi, þar sem starfsfólk sagði frá áhugaverðum verkefnum sem tengjast vistvænni nálgun í verkefnum og sjálfbærni. Instagram reikningur starfsfólks var tileinkaður umhverfismálum og margvíslegur fróðleikur og skemmtilegheit fór þar fram við miklar vinsældir.

RÁÐSTEFNA UM BUNDIN SLITLÖG 


Vegagerðin hélt ráðstefnu þar sem fjallað verður um klæðingar og malbik á vegum. Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulagsfræðingur hjá EFLU, flutti erindi á ráðstefnunni og sagði frá niðurstöðum rannsóknarverkefnis þar var ending slitlaga í malbiki var könnuð. Verkefnið, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar, tók mið af gögnum frá mælingum á árunum 2007-2017. 

 

RANNSÓKNARÁÐSTEFNA VEGAGERÐARINNAR


Vegagerðin hélt sína árlegu rannsóknaráðstefnu og þar kynnti starfsfólk EFLU stöðu verkefna sem hafa fengið styrk úr rannsóknasjóð. Markmið ráðstefnunnar er að endurspegla afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs sem er unnið í vegamálum hér á landi.
Vigdís Bjarnadóttir, mannvirkjajarðfræðingur, og Baldvin Einarsson, byggingarverkfræðingur, kynntu tvö verkefni í tengslum við tæringu málma.


Andri Gunnarsson, byggingarverkfræðingur og húsasmíðameistari, fór yfir verkefni sem verið er að skoða notkun á nýrri tegund af álagsprófum fyrir staura og leggja þannig grunn að því að hægt sé að álagsprófa staura í brúarundirstöðum á skilvirkari og einfaldari hátt en hingað til.
Atli Már Ágústsson, rafmagnstæknifræðingur, fór yfir stöðu verkefnis sem snýr að því að kortleggja möguleika á rafeldsneytislausnum fyrir vita landsins.


Samgönguverkfræðingarnir Berglind Hallgrímsdóttir, Arna Kristjánsdóttir og Ragnar Gauti Hauksson kynntu niðurstöður verkefnis sem hafði það að markmiði að skoða Tarva aðferðina og möguleika hennar á að meta óhappa- og slysatíðni og meta hvort aðferðin sé gjaldgeng á Íslandi.


Byggingarverkfræðingarnir Magnús Arason, Baldvin Einarsson og Ingvar Hjartarson kynntu verkefni þar sem teknar voru saman erlendar rannsóknir á því hvað valdi og hvernig megi fyrirbyggja skemmdir vegyfirborðs við brúarenda samfelldra brúa, hvaða kröfur íslenskir og erlendir staðlar gera við hönnun samfelldra brúa, og gerður samanburður á vegyfirborði við nokkrar samfelldar brýr.

bottom of page