top of page
AU6B9731_unnin.jpg

Samfélagssjóður

STYRKÞEGAR 2021

 

Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit

Styrkur til að standa straum af handverkshátíð og bændamarkað sumarið 2021.

Sambýlið Laugaskjól

Styrkur til að koma upp gróðri og plöntum fyrir gróðurkassa.

Klettabær

Styrkur til að koma upp rafíþróttaaðstöðu fyrir þjónustunotendur í Klettabæ.

Pílukastfélag Fjarðabyggðar

Styrkur til að koma upp nýrri aðstöðu fyrir pílukast sem nýtist samfélaginu.

Göngufélag Suðurfjarða

Styrkur til að setja upp skilti með æfingum á gönguleið ofan við Fáskrúðsfjörð
og innan bæjarins.

MEMA Nýsköpunarhraðall

Styrkur sem nýtist sem verðlaunafé í nýsköpunarsamkeppni milli framhaldsskóla.

Blái herinn

Styrkur sem nýtist hreinsunarstarfi Bláa hersins á Reykjanesi.

Bjargráður - félagasamtök læknanema í HÍ

Fjármögnun vegna starfsemi Bjargráðs sem miðar að því að bjóða nemendum í framhaldsskólum upp á skyndihjálparkennslu.

 

Fjölskylduhjálp Íslands

Fjárstyrkur til að standa straum af kostnaði á matarúthlutun til skjólstæðinga.

Hennar rödd

Styrkur til útgáfu bókar um reynslusögur kvenna af erlendum uppruna.

Leikfélag Akureyrar

Fjárstyrkur til að koma á fót Fiðringi, hæfileikakeppni grunnskóla á Norðurlandi.

Ljónshjarta

Styrkur til að standa straum af sálfræðikostnaði barna sem hafa misst foreldri.

MND á Íslandi - styrkur í minningu Robert Kluvers

Veittur er fjárstyrkur til starfsemi félagsins, í minningu Robert Kluvers sem lést 2021. Robert var vél- og orkutæknifræðingur og starfaði hjá EFLU frá 2012.

Mæðrastyrksnefnd

Styrkur til skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar.

Römpum upp Reykjavík

Stuðningur við framtakið sem miðar að því að koma upp römpum í miðborg Reykjavíkur til að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslunum og veitingastöðum.

Skógræktarfélag Eyfirðinga

Fjárstyrkur til söfnunar á nýjum snjótroðara fyrir útivistarsvæði í Kjarnaskógi og nágrenni.

 

Taubleyjur - fræðslubæklingur

Styrkur til þýðingar á enskum bæklingi fyrir fjölskyldur til að læra á og nota taubleyjur.

bottom of page