Samfélagið
Áhersla EFLU á samfélagslega ábyrgð sína hefur vaxið jafnt og þétt og er samfélagsleg ábyrgð nú orðin rauður þráður í stefnumiðum fyrirtækisins.
EFLA er aðili að ýmsum félagasamtökum tengdum samfélagsábyrgð og stendur fyrir EFLU-þingum.
Verðlaun, viður-
kenningar og
tilnefningar
Umhverfismálin voru ofarlega á baugi 2019 og hlaut EFLA Loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og fleiri viðurkenningar á því sviði.
Samfélagssjóður
Samfélagssjóður EFLU var stofnaður árið 2013 og er markmið sjóðsins að veita styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu.
Umsóknir eru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar hverju sinni.
Vinnuumhverfið
EFLA hefur á að skipa ákaflega hæfu og reynslumiklu starfsfólki, sem starfar á fjölbreyttum sviðum. Áhersla er lögð á að veita starfsfólkinu svigrúm til að sýna sjálfstæði, frumkvæði og að þróast í starfi.