Um EFLU

EFLA er þekkingar- og ráðgjafarfyrirtæki með yfir 45 ára sögu sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verk- og tæknifræði auk tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Því er samfélagsleg ábyrgð ofin saman við tilgangi fyrirtækisins.

Metnaður fyrirtækisins liggur í traustri ráðgjöf og afburða þjónustu til viðskiptavina sinna. Starfsumhverfi EFLU er krefjandi þar sem ríkar kröfur eru gerðar til þróunar á nýjum aðferðum og lausnum. Rannsóknir og nýsköpun eru því mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins.

EFLA heldur úti starfsstöðvum um allt land auk þess að hafa skapað sér fótfestu og byggt upp starfsemi erlendis. EFLA á dóttur- og hlutdeildarfélög í sex löndum, en auk Íslands skilgreinir EFLA Noreg sem sinn heimamarkað.

Eitt af lykiláherslumálum EFLU er sterkur rekstur. Samkvæmt ársreikningi EFLU fyrir árið 2019 námu rekstrartekjur fyrirtækisins, ásamt dótturfélögum, tæplega 7,1 milljörðum króna og þar af voru tekjur erlendra verkefna um 24% af veltu. EFLA er hlutafélag og eru allir eigendur fyrirtækisins starfsmenn. EFLA hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki hvað varðar rekstur og stöðu frá upphafi þeirrar viðurkenningar 2010.

Lögð er áhersla á að allir starfsmenn EFLU hafi gildi fyrirtækisins að leiðarljósi í öllu sínu starfi, við ákvörðunartöku og í samskiptum við samstarfsfélaga og viðskiptavini. Þau grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu EFLU endurspeglast skýrt í þremur gildum:

  • Hugrekki     
    Öll verkefni eru áskorun um að finna snjallar lausnir – hjá okkur er „allt mögulegt“.

  • Samvinna   
    Við erum samstillt og vinnum náið með viðskiptavinum að framúrskarandi árangri.

  • Traust
    Við byggjum á öflugri þekkingu, reiðum okkur hvert á annað og stöndum við það sem við segjum.

Í allri starfsemi EFLU er lögð mikil áhersla á samfélagslega ábyrgð. Þannig er leitað vistvænna lausna í öllum verkefnum EFLU og viðskiptavinum bent á umhverfisvæna valkosti. Þá er lagður mikill metnaður í hönnun vistvænna mannvirkja skv. alþjóðlega vistvottunarkerfinu BREEAM.

EFLA hefur forgangsraðað fjórum heimsmarkmiðunum út frá stefnumiðum fyrirtækisins. Þau tengjast kjarnastarfsemi EFLU og eru samofin stefnumótun félagsins.

 

Þessi markmið eru:

 

 

 

 

 

 


 

Jafnframt er áhersla á heimsmarkmið nr. 5. Jafnrétti kynjanna, 8. Góð atvinna og hagvöxtur og nr. 12. Ábyrg neysla og framleiðsla.

Í takt við hraðar breytingar og þróun í samfélaginu og starfsumhverfi EFLU innleiddi EFLA nýtt skipulag og virkni í starfseminni á árinu 2019, þar sem teymishugsun er kjarninn. Markmiðið er að skapa skýrari megináherslur í starfseminni, einfaldari uppbyggingu, meiri aðlögunarhæfni, spennandi starfsþróunarmöguleika og lifandi fyrirtæki.
 

7-1024x1025.png
9-1024x1025.png
11-1024x1025.png
13.png