Um EFLU

EFLA er þekkingarfyrirtæki með hátt í 50 ára sögu sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Því er samfélagsleg ábyrgð ofin saman við tilgang fyrirtækisins.
EFLA hefur í heiðri vistvænar áherslur og sjálfbærni í viðfangsefnum sínum og ber virðingu fyrir samfélagi og umhverfi. Metnaður starfsfólks liggur m.a. í að veita viðskiptavinum og samstarfsaðilum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf.
Starfsumhverfið er krefjandi þar sem ríkar kröfur eru gerðar til þróunar á nýjum aðferðum og lausnum og gegnir því nýsköpun mikilvægu hlutverki í starfseminni. EFLA heldur úti starfsstöðvum um allt land auk þess að hafa skapað sér fótfestu og byggt upp starfsemi erlendis. EFLA á dóttur- og hlutdeildar-félög í sjö löndum en auk Íslands skilgreinir EFLA Noreg sem sinn heimamarkað.
Lögð er áhersla á að starfsfólk EFLU hafi gildi fyrirtækisins að leiðarljósi í öllu sínu starfi, við ákvörðunartöku og í samskiptum við samstarfsfélaga og viðskiptavini. Þau grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu EFLU endurspeglast skýrt í þremur gildum:
Hugrekki
Öll verkefni eru áskorun til að finna snjallar lausnir því hjá okkur er allt mögulegt.
Samvinna
Við erum samstillt og vinnum náið með viðskiptavinum að framúrskarandi árangri.
Traust
Við byggjum á öflugri þekkingu og vinnum náið með viðskiptavinum að framúrskarandi árangri.
Öll starfsemi EFLU ber þess merki að stjórnkerfi fyrirtækisins eru vottuð og byggjast á gæðastjórnun ISO 9001, umhverfisstjórnun ISO 14001 og öryggisstjórnun ISO 45001. Starfsemin er jafnlaunavottuð og hefur fyrirtækið innleitt aðferðafræði upplýsingaöryggisstaðalsins ÍST 27001.
EFLA er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð og styðst við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnumörkun fyrirtækisins.
Heimsmarkmiðin eru 17 með 169 undirmarkmið og gilda til ársins 2030. EFLA hefur forgangsraðað fjórum heimsmarkmiðum út frá stefnumiðum fyrirtækisins. Þau tengjast kjarnastarfsemi EFLU og
eru samofin stefnumótun félagsins.
Þessi markmið eru:
Jafnframt er áhersla lögð á heimsmarkmið nr. 5. Jafnrétti kynjanna, 8. Góð atvinna og hagvöxtur og
nr. 13. Aðgerðir í loftslagsmálum.
Í takt við hraðar breytingar og þróun í samfélaginu og starfsumhverfi EFLU innleiddi fyrirtækið nýtt skipulag og virkni í starfseminni á árinu 2019, þar sem teymishugsun er kjarninn. Markmiðið er að skapa skýrari megináherslur í starfseminni, einfaldari uppbyggingu, meiri aðlögunarhæfni, spennandi starfsþróunarmöguleika og kvikt fyrirtæki.



