top of page

Umhverfismarkmið

EFLA vinnur eftir umhverfis-, öryggis- og samgöngustefnu og hefur sett sér mark-mið um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar með stöðugum úrbótum ásamt því að tryggja öruggt og heilnæmt vinnuumhverfi fyrir sína starfsmenn.

 

Umhverfisstjórnun EFLU nær til allrar starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og í Noregi, hvort heldur sem varðar almennan rekstur á skrifstofum, á rannsóknarstofum eða í ráðgjafarþjónustu. 

Við framsetningu á kolefnisspori er fylgt leiðbeiningum úr Greenhouse Gas Protocol.

Piles of Paper

Pappírsnotkun

Mikil breyting hefur orðið á starfsumhverfi EFLU síðustu ár sem leitt hefur af sér mikinn samdrátt í notkun pappírs. Markmið EFLU var að minnka notkun pappírs á hvert stöðugildi um 10% milli áranna 2019 og 2021. Notkun pappírs miðað við hvert stöðugildi var 1,9 kg
og minnkaði um 58% milli áranna 2019 og 2021, sem tengja má við mikla fjarvinnu á árinu. Notkunin hefur minnkað um 80% á hvert stöðugildi miðað við árið 2015. 

papir.jpg
raforka.jpg
raforka.jpg
ljos_L4.jpg

Raforkunotkun

Raforkunotkun í starfsemi EFLU dróst saman um 10% milli áranna 2020 og 2021 miðað við hvern fermetra húsnæðis úr 75 kwst/m2 árið 2020 í 67 kwst/m2 árið 2021, sem rekja má til mikillar fjarvinnu starfsfólks vegna Covid-19.

 

87% af raforkunotkun EFLU tengist starfsemi höfuðstöðva fyrirtækisins að Lynghálsi 4. 

Architectural Structure

Endurvinnsluhlutfall í höfuðstöðvum EFLU

Markmið EFLU er að 90% úrgangs fari til endur-
vinnslu og aðeins 10% í urðun. Markmiðið er sett hátt í anda hringrásarhugsunar.

Í höfuðstöðvum EFLU fór endurvinnsluhlutfallið úr 81% árið 2020 í 84% árið 2021, sem enn er nokkuð frá yfirlýstum markmiðum EFLU og frá besta árangri sem fyrirtækið hefur náð sem var 88% endurvinnsluhlutfall árið 2018. 

Endurvinnsluhlutfall.jpg
Magn urgangs.jpg
Yellow Container

Úrgangur til förgunar

Árið 2021 var heildarmagn þess úrgangs sem fór í urðun frá höfuðstöðvum fyrirtækisins um 24 kg á hvert stöðugildi sem er svipað magn og árið á undan. 

stra.jpg

Mjög mikilvægt er að viðhalda stöðugri fræðslu bæði til starfsmanna og þeirra aðila sem sjá um að koma úrgangi í réttan farveg frá fyrirtækinu svo sem ræstiaðila og flutningsaðila á vegum EFLU. 

L4-9.jpg

Losun CO2

EFLA starfar samkvæmt eigin samgöngu-stefnu og vill þannig stuðla að minni mengun, heilbrigðari lífsháttum og bættri borgarmynd. Starfsmenn eru hvattir til að hagræða ferðum á vegum fyrirtækisins þannig að áhrif þeirra á umhverfið verði sem minnst.  Auk þess eru starfsmenn hvattir til að nýta sér umhverfisvænni ferðamáta í og úr vinnu með samgöngusamningum.

Hlutfallsleg losun CO2.jpg
umhverfi9.jpg
2020_samfelag4.jpg

Kolefnisspor EFLU

Kolefnisspor fyrirtækis tengist bæði beinni losun og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda
í starfseminni.

 

EFLA kolefnisjafnaði starfsemi sína fyrir árið 2021 í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð. Þannig var öll bein og óbein losun gróðurhúsa-lofttegunda fyrirtækisins,eða 132 tonn
CO2-ígilda kolefnisjöfnuð. 

Starfsemi EFLU árið 2021 er kolefnishlutlaus. 

Losun GHL.jpg
Hlutfallsleg losun.jpg
bottom of page