nyjarmyndir.jpg

Umhverfismarkmið

EFLA vinnur eftir umhverfis-, öryggis- og samgöngustefnu og hefur sett sér mark-mið um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar með stöðugum úrbótum ásamt því að tryggja öruggt og heilnæmt vinnuumhverfi fyrir sína starfsmenn.

 

Umhverfisstjórnun EFLU nær til allrar starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og í Noregi, hvort heldur sem varðar almennan rekstur á skrifstofum, á rannsóknarstofum eða í ráðgjafarþjónustu. 

Við framsetningu á kolefnisspori er fylgt leiðbeiningum úr Greenhouse Gas Protocol.

Piles of Paper

Pappírsnotkun

Mikil breyting hefur orðið á starfsumhverfi EFLU síðustu ár sem leitt hefur af sér mikla minnkun á notkun pappírs. Markmið EFLU var að minnka notkun pappírs á hvert stöðugildi um 5% milli áranna 2018 og 2019. Notkun pappírs miðað við hvert stöðugildi minnkaði að þessu sinni um 2,5% milli áranna en hins vegar hefur notkunin minnkað um 52% á hvert stöðugildi miðað við árið 2015. 

nyjarmyndir2.jpg
nyjarmyndir3.jpg
ljos_L4.jpg

Raforkunotkun

Raforkunotkun EFLU jókst á milli ára sem skýrist af flutningum höfuðstöðva EFLU í mun stærra húsnæði en áður. Hins vegar var rafmagnsnotkun fyrirtækisins miðað við hvern fermetra húsnæðis svipuð milli áranna 2018 og 2019. Til að draga úr sóun rafmagns fór fram vinna við að koma á rafmagnsstýringu í nýjar höfuðstöðvar EFLU á árinu 2019. Orkunotkun EFLU var á við 191 heimili árið 2019 miðað við 140 heimili árið 2018. 

Architectural Structure

Endurvinnsluhlutfall í höfuðstöðvum EFLU

Heildarmagn úrgangs sem fór í endurvinnslu árið 2019 var 27 tonn en 11 tonn fóru til förgunar. Heildarmagn úrgangs á hvert stöðugildi, í höfuðstöðvum EFLU, jókst um 6% milli ára úr 133 kg/stöðugildi árið 2018 í 146 kg/stöðugildi árið 2019. 

 

Mikil tækifæri eru til staðar við að auka nýtingu hráefna í mötuneyti EFLU og draga úr matarsóun, sem er áhersluverk ársins 2020.

graf3.jpg
graf4.jpg
Yellow Container

Úrgangur til förgunar

Árið 2019 var heildarmagn óflokkaðs úrgangs sem féll til í höfuðstöðvum fyrirtækisins um
40 kg á hvert stöðugildi. Aukninguna á úrgangi má rekja til úrgangs sem féll til á lager fyrir-tækisins, t.d skrifstofubúnaður, möppur og fleira. 

Markmið EFLU er að 90% úrgangs fari til endurvinnslu og 10% í urðun. Markmiðið er sett hátt í anda hringrásarhugsunar.

IMG_0347.jpg

Mjög mikilvægt er að viðhalda stöðugri fræðslu bæði til starfsmanna og þeirra aðila sem sjá um að koma úrgangi í réttan farveg frá fyrirtækinu svo sem þrifaaðila og flutningsaðila á vegum EFLU. 

L4-9.jpg

Losun CO2

EFLA starfar samkvæmt eigin samgöngu-stefnu og vill þannig stuðla að minni mengun, heilbrigðari lífsháttum og bættri borgarmynd. Starfsmenn eru hvattir til að hagræða ferðum á vegum fyrirtækisins þannig að áhrif þeirra á umhverfið verði sem minnst.  Auk þess eru starfsmenn hvattir til að nýta sér umhverfisvænni ferðamáta í og úr vinnu með samgöngusamningum.

nyjarmyndir4.jpg
graf8.jpg
2020_samfelag4.jpg

Kolefnisspor EFLU

Kolefnisspor fyrirtækis tengist bæði beinni losun og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni.

 

EFLA kolefnisjafnaði starfsemi sína fyrir árið 2019 í samstarfi við Kolvið og Votlendis-
sjóð. Þannig var öll bein og óbein losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækisins, eða
324 tonn CO2-ígilda kolefnisjöfnuð.

Starfsemi EFLU árið 2019 er kolefnishlutlaus. 

graf7.jpg
graf6.jpg
AU6B9731_unnin.jpg

EFLA | Lynghálsi 4 | 110 Reykjavík | efla@efla.is

  • White Facebook Icon
  • LinkedIn
  • White YouTube Icon
  • White Twitter Icon