KUÐUNGURINN - UMHVERFISVIÐURKENNING

EFLA hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu Umhverfis- og auðlinda-ráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf í umhverfismálum. Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála. Í umsögn dómnefndar kom fram að við val á EFLU sem handhafa Kuðungsins hafi verið horft í brautryðjandastarf fyrirtækisins varðandi ný úrræði í umhverfis-málum umfram lagalegar kröfur, s.s. við gerð vistferilsgreininga og ráðgjöf við vistvænar vottanir bygginga. Þá væri eftirtektarvert að umhverfisvinkillinn væri settur á öll verkefni en slík umhverfistenging er gríðarlega mikilvæg hjá fyrirtæki sem sinnir ráðgjöf og verkefnastjórnun.

 

 

 

 

FYRSTU VERÐLAUN Í HUGMYNDASAMKEPPNI

EFLA, í samvinnu við stofuna Arkþing – Nordic, hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu Heilsustofnunar náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.

 

Meginmarkmið vinningstillögunnar var að leggja drög að aðlaðandi, vistvænni og rekstrarlega hagkvæmri framtíðarumgjörð um starfsemi Heilsustofnunarinnar og tengdrar starfsemi. Höfuðáhersla var lögð á góðar tengingar við náttúru og nærumhverfi sem og góðar tengingar innan svæðisins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

KOLEFNISREIKNIR.IS TILNEFNDUR SEM SAMFÉLAGSVEFUR ÁRSINS

Samstarfsverkefni EFLU og Orkuveitu Reykjavíkur, kolefnisreiknir.is, var tilnefndur af SVEF, samtökum vefiðnaðarins, sem besti samfélagsvefur ársins. Vefurinn er aðgengilegur öllum landsmönnum og með honum er hægt að reikna út kolefnisspor einstaklings út frá neysluvenjum  á einfaldan hátt.