LOFTSLAGSVIÐURKENNING REYKJAVÍKURBORGAR OG FESTU

Á árlegum loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu var tilkynnt að EFLA væri handhafi Loftslagsviðurkenningar 2019. Verðlaununum er ætlað að vekja jákvæða athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Í umsögn dómnefndar kom fram að við val á EFLU sem handhafa verðlaunanna hafi verið horft til mikilvægis nýsköpunar, árangur við að draga úr eigin losun gróðurhúsalofttegunda og ekki síst áhrifamáttarins við að bjóða fram lausnir sem gera öðrum líka fært að bæta umhverfisfótspor sitt með margvíslegum hætti. EFLA hefur verið leiðandi á sviði umhverfisvænna lausna og lagt sitt af mörkum við að leggja áherslu á vistvæna nálgun í verkefnum sínum. 

 

TVÆR VINNINGSTILLÖGUR Í ALÞJÓÐLEGU C40 SAMKEPPNINNI UM
VISTVÆNA UPPBYGGINGU SVÆÐA

EFLA ásamt samstarfsaðilum átti tvær vinningstillögur í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni um endurbætt og umhverfisvænna borgarskipulag þar sem vistvæn hönnun, sjálfbærni og kolefnishlutleysi eru höfð að leiðarljósi við umbreytingu vannýttra svæða.  

Fyrri tillagan var skipulag byggingarreitsins við Ártún þar sem gert er ráð fyrir stærstu timburbyggingu á landinu, vottaðri með BREEAM vistvottunarkerfinu. Hönnunarteymið sem stóð að tillögunni við Ártún voru auk EFLU, Jakob+Macfarlane, T.ark, EOC, Landslag, CNRS, Klasi, Heild, Upphaf og Framkvæmdafélagið Arnarhvoll.

Seinni tillagan var byggingarreiturinn við Lágmúla þar sem öll hönnun er vistvæn, mikið lagt upp úr góðri innivist, lítilli orkunotkun og mikilvægi kolefnishlutleysis. Hönnunarteymið skipuðu ásamt EFLU, Basalt arkitektar, Landmótun og Reginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MARGVERÐLAUNAÐ THE RETREAT AT BLUE LAGOON

Fyrir einu og hálfu ári síðan opnaði Bláa Lónið glæsilegt hótel og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Staðurinn hefur hlotið verðskuldaða athygli og hlotið á annan tug verðlauna fyrir hönnun, þjónustu og upplifun. Þar á meðal eru verðlaun fyrir best hannaða lúxushótel heimsins og hin frægu Red Dot hönnunarverðlaun fyrir innanhússhönnun. EFLA hefur átt í góðu samstarfi við Bláa lónið um langt skeið og sá meðal annars um verkfræðihönnun í staðarins, þ.m.t. hönnun burðarvirkis, lóns- og raflagna ásamt hljóðvistarhönnun.

 

Þá hlaut The Retreat at Blue Lagoon Steinsteypuverðlaunin 2019 fyrir frumlega og vandaða notkun á steinsteypu. EFLA ásamt Basalt Arkitektum önnuðust hönnun steinsteypu í mannvirkinu og Jáverk sá um framkvæmdina.

HEIÐURSVERÐLAUN Á SVIÐI LÝSINGARHÖNNUNAR

Kevan Shaw hlaut heiðursverðlaun LIT Lifetime Achievement Award fyrir framlag sitt til lýsingarhönnunar á starfsferlinum. Kevan leiðir teymi lýsingarhönnunar hjá EFLU og dótturfyrirtækinu KSLD | EFLA og hefur starfað í greininni um 40 ára skeið við góðan orðstír. Verkefni hans telja yfir 700 og eru staðsett um allan heim.

LÝSINGARHÖNNUN VERÐLAUNUÐ Á LDA

EFLA og dótturfyrirtækið KSLD | EFLA hlutu tvenn verðlaun á árlegri alþjóðlegri lýsingarverðlaunahátíð, LDA (Lighting Design Awards). Lýsingarhönnun Raufarhólshellis hlaut annað sætið í flokki útilýsingar og Natalie Redford, lýsingarhönnuður KSLD | EFLU, var valin í hóp framúrskarandi ungra hönnuða "40under40".

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SKIPULAGSVERÐLAUN ÍSLANDS

EFLA, ásamt ASK arkitektum og Landslagi, hlutu Skipulagsverðlaun Íslands fyrir rammaskipulag Skerjafjarðar. Skipulagsfræðingafélag Íslands veitir verðlaunin annað hvert ár til þeirra sem unnið hafa gott starf á sviði skipulagsmála og lagt sig fram við að bæta og fegra umhverfi í þéttbýli og dreifbýli. Í ár var þema verðlaunanna tileinkað skipulagi fyrir fólk og því var tekið mið af skipulagsgerð sem unnin var á faglegan máta með áherslu á velferð og lífsgæði fólks í samfélaginu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TILNEFNING TIL FJÖREGGS

 

Matarspor EFLU, sem reiknar kolefnisspor máltíða, hlaut tilnefningu til Fjöreggs MNÍ. Árlega veitir Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ), í samstarfi við Samtök iðnaðarins (SI), verðlaun fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla- og næringar. Vægi umhverfismála í tilnefningum bar ánægjulegt vitni um þróun áherslna þessarar viðurkenningar, sem var veitt á Matvæladeginum í október 2019.  

HVATNINGARVERÐLAUN Í ÞÁGU UMHVERFISMÁLA

Samtök grænkera á Íslandi veitti EFLU hvatningarverðlaun fyrir frábært starf á sviði umhverfismála. Viðurkenningin er tilkomin vegna Matarspors, þjónustuvefs EFLU, sem reiknar kolefnisspor matvæla. Árlega veita samtökin hvatningarverðlaun til fyrirtækja sem þykja framúrskarandi í þeirri vitundarvakningu um lífsstíl grænkera og/eða framboði á valkostum fyrir grænkera á Íslandi.

 

TILNEFNING: FRAMÚRSKARANDI UNGIR ÍSLENDINGAR

 

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, var tilnefndur til verðlaunanna „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ sem er veitt árlega af JCI á Íslandi. Þau eru hugsuð sem  hvatningarverðlaun til ungs fólks sem lætur til sín taka í krefjandi og athyglisverðum verkefnum. Sigurður vakti athygli fyrir sinn þátt í skipulagi loftslagsverkfalla og baráttuhug gegn hamfarahlýnun. Sigurður sinnir fjölbreyttum verkefnum á umhverfismála á samfélagssviði EFLU ásamt því að starfa í samtökunum Ungir umhverfissinnar.

STJÓRNARRÁÐSREITUR - VIÐURKENNING

EFLA ásamt samstarfsaðilum tók þátt í samkeppninni um skipulag stjórnarráðsreitsins og hlutu annað sætið í samkeppninni. Meginmarkmið verkefnisins var að móta skipulag sem stuðlar að góðri heildarlausn fyrir borg og stjórnsýslu ásamt því að hanna vistvænar lausnir í skipulagi og uppbyggingu. Í umsögn dómnefndar kom m.a. fram „ Styrkleiki tillögunnar felst í sterkri hugmynd þar sem afgerandi opinberar byggingar eru rammaðar inn af Arnarhóli og áhugaverðum almenningsrýmum með góðum göngutengingum, bæði innbyrðis á reitnum og við aðliggjandi svæði. Tillagan er framsækin og metnaðarfull og gefur fyrirheit um skapandi og skemmtilegt umhverfi.“


 

EFLA | Lynghálsi 4 | 110 Reykjavík | efla@efla.is

  • White Facebook Icon
  • LinkedIn
  • White YouTube Icon
  • White Twitter Icon