
Verðlaun og viðurkenningar
VINNINGSTILLAGA UM NÝJA BRÚ YFIR FOSSVOG
EFLA, ásamt BEAM Architects, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Úrslitin voru kynnt á fundi fyrr í dag en þrjár tillögur komust áfram í lokaumferð samkeppnarinnar. Nýja brúin er ætluð gangandi og hjólandi vegfarendum ásamt því að vera lykillinn að leið Borgarlínunnar yfir Fossvog.
HEIÐURSVERÐLAUN STJÓRNVÍSI 2021
Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, hlaut heiðursverðlaun Stjórnvísi fyrir framlag sitt til stjórnunar á Íslandi. Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega þeim sem þykja hafa skarað fram úr á sviði stjórnunar. Guðmundur var framkvæmdastjóri EFLU frá upphafi, árinu 2008, þar til í mars í fyrra.
GULL-HJÓLAVOTTAÐUR VINNUSTAÐUR
EFLA leggur mikið upp úr góðri hjólreiðamenningu meðal starfsfólks og hefur tekið á móti gullvottun sem hjólavænn vinnustaður. Hjólavottun vinnustaða er tæki til að innleiða markvisst bætta hjólreiðamenningu. Með þessum hætti hvetur vottunin vinnustaði til að bæta aðbúnað, fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn, sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvæna og heilbrigða ferðamáta í daglegu lífi.
ÞJÓNUSTUBYGGING TILNEFND TIL VERÐLAUNA
Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri í Múlaþingi hafi verið tilnefnt til evrópsku arkitekúrverðlauna Mies van der Rohe. Arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson og sá EFLA um verkfræðihönnun.


